Eina leiðin til að tryggja öryggi fólks á Höfðaströnd var að fella hvítabjörninn sem gekk þar á land í dag. Þetta segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is.
Tilkynningin um björninn barst á öðrum tímanum í dag en spurður hvernig aðgerðin fór fram lýsir Hlynur því að upp úr klukkan hálf fjögur hafi tveir lögreglumenn sem fluttir voru með björgunarbátnum Kobba Láka komið að landi á Höfðaströnd og að skömmu síðar hafi þyrla gæslunnar með séraðgerðasvið hennar um borð mætt á vettvang.
„Dýrið fannst í fjörunni skammt frá sumarhúsi sem er við Höfðaströnd og var fellt þarna á staðnum. Í sumarhúsinu er ein fullorðin manneskja sem heldur þarna til,“ segir Hlynur.66
Tilkynningin um björninn barst á öðrum tímanum í dag en spurður hvernig aðgerðin fór fram lýsir Hlynur því að upp úr klukkan hálf fjögur hafi tveir lögreglumenn sem fluttir voru með björgunarbátnum Kobba Láka komið að landi á Höfðaströnd og að skömmu síðar hafi þyrla gæslunnar með séraðgerðasvið hennar um borð mætt á vettvang.
„Dýrið fannst í fjörunni skammt frá sumarhúsi sem er við Höfðaströnd og var fellt þarna á staðnum. Í sumarhúsinu er ein fullorðin manneskja sem heldur þarna til,“ segir Hlynur æi viðtalinu.