1.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Landsbankinn hækkar vexti á íbúðarlánum og bílalánum

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentustig. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðarlánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðarlánum til 60 mánaða hækka um 0,10 prósentustig. Vextir á verðtryggðum íbúðarlánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir. 

Kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 0,20 prósentustig en kjörvextir á verðtryggðum útlánum verða óbreyttir. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 0,20 prósentustig en vextir verðtryggðra lána verða óbreyttir. Yfirdráttarvextir hækka um 0,25 prósentustig.

Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,15-0,25 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um 0,15-0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir.

Ofangreind vaxtaákvörðun Landsbankans er tekin í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands frá 6. október sl. en þá hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,25 prósentustig. Vaxtabreytingarnar taka einnig mið af ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði og öðrum fjármögnunarkjörum bankans. Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 19. október 2021. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.

Landsbankinn hefur greitt 142 milljarða í arð – Eigið fé er 243,9 milljarðar króna