Stjórnvöld á Norðurlöndum kenna íbúum að búa sig undir stríðsátök
Í gær fengu milljónir Svía bækling með ráðleggingum um hvernig eigi að búa sig undir stríðsátök eða óvænt hættuástand. Hið sama var gert í Finnlandi, Noregi og Danmörku Sænski bæklingurinn var síðast uppfærður árið 2018. Þá hafði hann ekki verið uppfærður síðan á tímum kalda stríðsins.
Almannavarnir í Svíþjóð segja uppfærsluna tilkomna vegna innrásar Rússa í Úkraínu og versnandi öryggisástands. Bæklingurinn hefur auk uppfærslunnar verið tvöfaldaður að stærð.
Í bæklingunum eru leiðbeiningar um hvernig íbúar geta varið sig og komist í gegnum langvarandi rafmagnsleysi. Auk þess eru ráðleggingar varðandi matvæli og lagt til að allir komi sér upp mat og drykkjarvatni sem dugar í 72 klukkustundir.
Almannavarnir á Íslandi hafa einnig slíkan bækling á netinu, hægt er að skoða hann hér:
Stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum ríkisins