Fjölgun lífeyrisþega sem búa erlendis
Fjöldi almannatrygginga og lífeyrisþega sem hafa flutt búsetu sína til útlanda eykst stöðugt. Vöxturinn nemur nær 6 prósentum miðað við sama tímabil í fyrra og hefur aukist um 52 prósent frá árinu 2015.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nav í Noregi sem er heiti á Tryggingastofnun Noregs. „Hjá þeim lífeyrisþegum sem búa erlendis og eru erlendis fæddir en hafa búið eða unnið í Noregi um tíma og flust síðan úr landi, alls 37.900. Þar eru einnig taldir með þeir sem hafa óþekktan fæðingarstað, en við teljum líklegt að flestir þeirra séu fæddir erlendis,“ segir Ole Christian Lien, í viðtali við Aftenposten en hann er sviðsstjóri hjá Tryggingastofnun Noregs, Nav.
Ísland og Noregur – Samanburður
Norskir einstaklingar, fæddir i Noregi sem hafa flutt úr landi eru 24.600 talsins. Erlendis fæddir sem hafa búið eða unnið í Noregi um tíma og flust síðan úr landi, eru alls 37.900
Til samanburðar, skv. nýjustu gögnum sem aðgengileg eru á Íslandi samkvæmt Hagstofu Íslands, voru um 2.000 ellilífeyrisþegar búsettir erlendis árið 2020.
Fjöldi örorkulífeyrisþega á Íslandi voru um 20.000 ( í desember 2020 ), en engar upplýsingar eru haldbærar um hversu margir þeirra búa erlendis.
Mikill vöxtur í Póllandi – fjórtánföldun
Fjöldi lífeyrisþega sem búa í Póllandi hefur aukist verulega síðasta áratug. Í september 2015 voru þeir einungis 200 talsins, en í september 2025 var talan komin upp í 3.500 sem er fjórtánföld fjölgun á tíu árum. Af þessum 3.500 voru 82 prósent karlar, og aðeins 2 prósent lífeyrisþega í Póllandi eru fædd í Noregi.
„Noregur hefur tekið á móti miklum fjölda pólskra atvinnu innflytjenda í gegnum tíðina, og margir þeirra hafa safnað sér réttindum til norsks lífeyris. Sumir kjósa að snúa aftur til heimalands síns þegar þeir hætta á vinnumarkaði. Við gerum því ráð fyrir að þessi tala haldi áfram að hækka,“ segir Lien.
Líka hefur orðið hlutfallslega mikil fjölgun í Litháen og Slóvakíu á síðustu tíu árum. Í september 2025 voru 600 lífeyrisþegar búsettir í Litháen og 200 í Slóvakíu, sem jafngildir 19 prósenta og 16 prósenta aukningu frá september 2015.
Flestir búa í Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkjunum
Langflestir lífeyrisþegar með búsetu erlendis búa í Svíþjóð. Í september 2025 fengu 23.600 einstaklingar í Svíþjóð greiddan almannatryggingalífeyri frá Nav í Noregi. Það er 5 prósent aukning frá sama tíma í fyrra og 54 prósenta fjölgun á síðasta áratug.
Töluverður fjöldi býr einnig í Danmörku og Bandaríkjunum. Fjöldi lífeyrisþega í Danmörku hefur aukist um rúmlega 48 prósent frá 2015, en í Bandaríkjunum hefur fjöldinn hins vegar lækkað um nær 25 prósent.
Af þeim 23.600 sem búa í Svíþjóð eru 8.900 norsk fæddir. Af 7.300 í Danmörku eru 3.300 fæddir í Noregi, og í Bandaríkjunum eru 2.700 norskfæddir af 4.100 lífeyrisþegum þar í landi.

