Jörð hefur skolfið út af Reykjanesskaga frá því um klukkan níu í gærkvöld. Skjálftarnir eru orðnir yfir 200 talsins en eru allir undir tveimur að stærð.
Í október mældust um 2600 jarðskjálftar víðsvegar á landinu, flestir skjálftarnir mælast áfram milli Kleifarvatns og Trölladyngju á Reykjanesskaga eða um 950 talsins.
Í Bárðarbungu varð stærsti skjálfti mánaðarins, M5.4 þann 29. október, og þar mældust alls um 200 skjálftar. Við Grjótárvatn hélt virkni áfram með um 250 skjálftum, þar af stærsti M3.5 sem fannst í nágrenninu. Einnig fannst skjálfti af stærð M2.3 vel á Selfossi sem varð í austanverðu Ingólfsfjalli þann 14. október.
Í Mýrdalsjökli urðu um 200 skjálftar og öflug hrina þann 20. október með skjálfta upp í M4.2. Á öðrum svæðum, svo sem í Hengli, við Langjökul, Torfajökul og á Norðurgos- og Tjörnesbrotabeltinu, var virkni nokkuð í samræmi við fyrri mánuði.


