-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Loksins nýtt veiðihús við Hörðudalsá

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

,,Já við erum að byrja að selja veiðileyfi í Hörðudalsá núna“ sagði Níels Sigurður Olgeirsson er við spurðum um Hörðudalsá í Dölum fyrir skömmu  og bætti við ,,við erum með nýtt veiðihús sem er verið að smíða þessa dagana og það verður komið í gagnið fyrir veiðitímann“ sagði Níels ennfremur.

Og það eru þónokkur tíðindi af bökkum árinnar en sama veiðihúsið hefur hýst veiðimenn alveg í næstum 35 ár eða jafnvel lengur. Margir hafa gist þar en það var orðið barn síns tíma og löngu kominn tími á nýtt veiðihús. Og það er staðreyndin í sumar.

Mynd. Rennt fyrir fisk í Hörðudalsá í Dölum fyrir fáum árum.