Helstu tíðindi lögreglu frá 17:00 – 05:00
Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
- Tilkynnt um bifreið í lausa gangi í Austurbæ Reykjavíkur, tveir aðilar í bifreiðinni og báru þess merki um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Báðir aðilar handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum og vopnalagabrot og vistaðir á lögreglustöð í þágu rannsókn málsins.
- Tilkynnt um ölvaðan mann til vandræða á Seltjarnarnesi.
- Tilkynnt um eld í bifreið í bílastæðahúsi í miðborginni.
- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi.
-
Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
- Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar úr verslun í Kópavogi.
- Tilkynnt um innbrot í geymslur í Kópavogi.
Stöð 2 – Hafnarfjörður Garðabær
- Tilkynnt um tveggja bifreiða árekstur á Reykjanesbraut, önnur bifreiðin óökufær, engin slys á fólki.
- Tilkynnt um kannabislykt í fjölbýli í Hafnarfirði. Enga lykt mátti finna er lögreglu bar að.
- Tilkynnt um hugsanlegt foktjón á byggingarsvæði í Hafnarfirði.
- Aðili stöðvaður í akstri í Hafnarfirði grunaður um ölvun við akstur. Handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Stöð 4 – Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
- Ökumaður stöðvaður í akstri í Grafarvogi, mátti finna kannabislykt frá bifreiðinni og ökumaður bifreiðarinnar bar þess merki um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum og vörslu fíkniefna. Ökumaður fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.