Starfsmaður verslunar í Reykjavík óskaði eftir aðstoð lögreglu í gærkvöld eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás af hálfu viðskiptavinar sem að neitaði að vera með andlitsgrímu í versluninni
Starfsmenn ekki með andlitsgrímu
Lögreglumenn sinntu eftirliti með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur. Farið var á 15 staði og kannað með sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Á langflestum þessara staða voru ráðstafanir góðar og í samræmi við gildandi reglur.
Á einum stað voru of margir gestir og meint hólfaskipting, í A og B hólf, ógreinileg. Þá voru starfsmenn ekki með andlitsgrímur. Málið er rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir og skýrsla rituð um málið.
Umræða