Þroskurinn er fullur af smáufsa, lýsu, ýsu karfa og öðrum tegundum. Þetta kemur fram á vefnum, Strandveiði og ufsa veiði spjallið. Þar fjalla útgerðarmenn og sjómenn um málið:
,,Þorskurinn sem kemur á færin núna er heldur betur að gúffa í sig öðrum tegundum, sá þorskur sem að kemur á færi á Reykjaneshryggnum er fullur af smáufsa, lýsu, ýsu karfa og öðrum fisk tegundum.
Þetta er ekki góð þróun fyrir aðra stofna, og á líklegast á eftir að hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir aðra stofna.“
,,Sjálfsránið hafið og Hafró enn að leita að þessari fæðu þorsksins. Ekki til að vernda hana heldur til þess að sjö kvótaútgerðir geti orðið nokkrum milljörðum ríkari.“
,,Svona var það fyrir vestan ca 95-96″ ef ég man rétt upp í 10 smáþorskar í maga stór þorsks“
,,Það er alveg galið að Ráðherra skuli ekki bregðast við þessu. Það er viðurkennd staðreynd að „þú geymir ekki“ fiskinn í sjónum. Fiskur sem kominn er á það stig að nærast á eigin afkvæmum er í hættu staddur. Eyðilegging skortveiðinnar er algert. Ömurlegt að ekkert skuli hafa verið hlustað á sjómenn síðastliðin 40 ár.“
,,Hafró hefur beit sömu aðferðini við veiðar og mælíngar frá upphafi og telja sig þess vegna vera einu þekkundurnir á hafinu og fiski við Ísland bara sem dæmi þeir eru en að leita að síldinni sem Jakob týndi um árið og við erum búnir að vera veiða sem smugusíld og enginn segir neitt.
Síld er bara fiskur en kvóti er ekki kvóti nema að nafninu til þar er síldakvótinn var ekki nægur á sínum tíma var til fjöldi allur af síldartegundum sem leiti til aukinns kvóta markt skrítið í kýrhausnum hjá Hafró“
,,Það er rosaleg þorskgengd og allstaðar má segja. Við á stóru línubátunum getum verið fyrir vestan og austur með landi, þorskur er úti á fjöllum lika, allt stór fiskur en engin loðna til að fæða hann. Hann étur klárlega alt sem fyrir honum verður“
Auglýsing – https://arnfjord.uk/
,,