Áhugavert viðtal var í gær við foreldri í Breiðholtsskóla, en þar steig faðir að nafni Hermann fram og lýsti ófremdarástandi sem ríkt hefur í Breiðholti um árabil vegna barna og unglinga af erlendu bergi brotnu. Hermann segir þessi börn mæta vopnuð í skólann og hafi m.a. heimsótt samnemendur sína, vopnuð exi og hnífum.
„Það verður að vera hægt að ræða málin án þess að vera kallaður rasisti,“ segir faðir stúlku sem hefur áhyggjur af börnum í Breiðholtsskóla sem þora ekki í skólann vegna hóps sem ræðst á önnur börn og enginn virðist þora að takast á við vandann. Rætt var við föðurinn í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að neðan.
Dóttir hans sé niðurbrotin vegna styrjaldarinnar sem ríkir í efra og neðra Breiðholti og hún hafi misst allt sjálfstraust og þurfi sálfrlðiaðstoð sem og fleiri börn í Breiðholti. Hermann hefur ítrekað sótt um fund með borgarstjóra sem hafi neitað honum um að funda um ástandið samtals sex sinnum.
Smellið: Hér er hægt að horfa á viðtalið.