Alvarlegt umferðarslys varð á Vesturlandsvegi rétt í þessu, svo virðis sem bifreið hafi oltið á hraðbrautinni, fréttin er uppfærð hér að neðan:
Miklar umferðartafir eru vegna þessa og fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs ásamt sjúkrabílum eru á svæðinu. Ekki er enn vitað um tildrög slyssins né um ástand farþega eða ökumanns. Uppfært: Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi um hálf tólf leytið í dag. Slökkvilið, lögregla og sjúkrabílar komu á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu virðast meiðsli fólks í slysinu minniháttar.
Umræða