Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17:00-05:00. Þegar þetta er ritað eru Þrír vistaðir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 62 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Eftirfarandi upptalning er þannig ekki tæmandi.
Þrjú börn voru handtekin í Hafnarfirði fyrir skemmdarverk og líkamsárás, þau voru öll undir lögaldri og voru laus að loknu viðtali við lögreglu og barnavernd. Önnur helstu mál voru þessi:
- Þjófnaður úr verslun í hverfi 108. Gerandi óþekktur
Fjórir menn handteknir í hverfi 104 vegna líkamsárásar og ólöglegan vopnaburð, lausir að lokinni skýrslutöku
Einn maður handtekinn fyrir brot á lögreglusamþykkt að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, ólöglegan vopnaburð og vörslu fíkniefna hann vistaður í fangageymslu
Ökumaður stöðvaður í hverfi 101 vegna gruns um ölvun við akstur, laus að lokinni blóðsýnatöku
Skráningar merki tekin af bifreið í hverfi 105 vegna vanrækslu á aðalskoðun og ógreiddra trygginga
Ökumaður stöðvaður í hverfi 170 fyrir að tala í farsíma á ferð án handfrjáls búnaðar, afgreitt með sekt - Ökumaður stöðvaður í hverfi 109 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Einn handtekinn í hverfi 203 vegna líkamsárásar og vistaður í fangageymslu, minniháttar meiðsli
Ökumaður stöðvaður í hverfi 201 vegna gruns um ölvun við akstur, laus að lokinni blóðsýnatöku
Ökumaður stöðvaður í hverfi 109 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Ökumaður stöðvaður í hverfi 110 vegna gruns um ölvun við akstur, laus að lokinni blóðsýnatöku
Ökumaður stöðvaður í hverfi 110 vegna og hraðs akstur 120/80 afgreitt með sekt
Ökumaður stöðvaður í hverfi 109 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Umræða