https://www.facebook.com/thisistorrevieja/videos/2204661316530371/
Mælir Veðurstofu og rannsóknarstofu Háskólans í Alicante (UA) sýnir að veðrið hefur breyst á spænsku Miðjarðarhafsströndinni og er nýjasta dæmið um það, að nú hefur verið stöðug úrkomu í næstum 48 klukkustundir. Milli 50 til 100 lítrar hafa safnast á fermetra hjá okkar mörg þúsundum orlofsgesta sem hafa yfirgefið svæðið vegna mikilla rigninga í suðurhluta Costa Blanca.
Met hvað varðar rigningu féll á aðeins tveimur til þremur klukkustundum, með hæsta styrkleika sem skráð hefur verið á meira en hálfri öld, fara þarf 70 ár aftur í tímann til að sjá svipaðar tölur. En það gerðist á milli kl. 4 og 6 í morgun og eru líkur á því að rigningin muni halda áfram í að minnsta kosti í nokkra daga.
Gögn sem eru í loftslagsrannsóknarstofu UA, benda til þess að nauðsynlegt sé að fara aftur til ársins 1946 til að finna svipað rigningartímabil í apríl, í miðju og suðurhluta Alicante þegar um 100 lítrar á fermetra komu úr lofti á mörgum sstöðum í héraðinu.
Lögreglan segir að margir ökumenn séu ekki að fara eftir öryggis leiðbeiningum þeirra, keilur og hindranir sem hafa verið settar til að koma í veg fyrir akstur eru ekki virtar.
Á síðustu 48 klukkustundum hafa safnað allt að 150 lítrar á fermetra. Stórar verslanir á svæði Ozone, Habaneras og Carrefour hafa opnað en ekki á réttum tíma og allt daglegt líf á svæðinu hefur farið úr skorðum.