Helstu atriði úr dagbók lögreglu frá 05-17. Þegar þetta er ritað gista tveir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 47 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
Einn maður handtekinn í hverfi 105 fyrir að ógna öryggisverði með hnífi hann í annarlegu ástandi og vistaður í fangageymslu
Einn maður handtekinn í hverfi 105 fyrir að stinga öryggisvörð í brjóstið en öryggisvörðurinn var í stungu vesti sem tók við stungunni og öryggisvörðin sakaði ekki, maðurinn vistaður í fangageymslu
Maður á sextugsaldri sem var handtekinn eftir hnífstunguárás á Austurvelli í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Lögreglustöð 2
Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 203 ekki meiðsli á fólki, afgreitt á vettvangi
Almennt eftirlit og aðstoð
Lögreglustöð 3
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 109 fyrir að aka óskoðaðri bifreið með hestakerru í eftirdragi. Reyndist ökumaðurinn ekki hafa réttindi til að draga eftir vagn af þessari þyngd, afgreitt með vettvangsskýrslu
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 201 vegna gruns um ölvunarakstur, laus að lokinni blóðsýnatöku
Almennt eftirlit og aðstoð
Lögreglustöð 4
Ökumaður stöðvaður í hverfi 112 fyrir og hraðan akstur, 128/60 hann bráðabirgða sviptur ökuréttindum
Almennt eftirlit og aðstoð