Maðurinn sem lést í banaslysi við Hálslón, norðan Vatnajökuls, lést af völdum voðaskots. Hann var á fertugsaldri og var ásamt fleirum á gæsaveiðum á svæðinu.
Í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi segir að rannsókn á vettvangi sé lokið en rannsókn málsins haldi áfram. Það er rannsakað sem slys.
Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta. Sjúkralið, lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar héldu þegar á staðinn. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Umræða