Þróunin í Reykjavíkurborg hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár og daglega heyrast óánægjuraddir bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Í samtölum fólks er þróunin í Reykjavík alltaf lituð neikvæðum litum. Bæði hvað varðar umferðaróregluna og svo skipulagsmálin almennt með mjög fáum undantekingnum sem að koma þá helst frá hjólandi eða gangandi, staðbundum einstaklingum, í hverfi 101. Þá heyrist það yfirleitt að íslendingar séu bara hættir að fara í miðbæinn ótilneyddir. Í morgun lýsir einn íbúi borgarinnar t.d. ástandinu á Laugavegi og facebook vinir spjalla um ástandið og það má eiginlega segja að svona er umræðan allstaðar þar sem fólk hittist og ræðir málin. Hér eru stiklur úr spjalli borgarbúa og svör við þessum myndum frá Laugaveginum og öllum ber þeim saman um að þetta sé mjög sorgleg þróun í Höfuðborg landsmanna og flest allir nota orðin ,,ömurlegt og sorglegt“: ,,Labbaði niður Laugaveg í morgunsárið. Tók myndir af tómum verslunarplássum – tek fram að ég tók ekki myndir af þeim sem voru tóm og var verið að lagfæra.“