Í kynlífskúgun felst m.a. hótun um um dreifingu kynferðislegra mynda

Breytingar á Instagram vegna kynlífskúgunar.
Meta sem á og rekur samskiptamiðilinn Instagram hefur gripið til aðgerða sem miða að því að vernda ungmenni gegn kynlífskúgun.
Í kynlífskúgun felst m.a. hótun um um dreifingu kynferðislegra mynda.
Þær aðgerðir sem farið hefur verið í er að:
*Nektarmyndir verða sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum.
*Unglingar undir 16 ára aldri geta ekki breytt stillingu reikningsins úr einkaham í opinn án samþykkis forráðamanna.
*Aukin fræðsla og forvarnir verða í samstarfi við áhrifavalda á Instagram.
Foreldrar þurfa að tryggja öryggi barna sinna á samfélagsmiðlum, sérstaklega í ljósi þessara nýju breytinga. Hér eru nokkur mikilvæg ráð:
*Gakktu úr skugga um að reikningar barna séu rétt stilltir á einkaham og að nýjustu breytingar frá Meta séu virkar.
*Tryggðu að börn séu rétt skráð með rétta fæðingardagsetningu svo breytingarnar nái til þeirra.
*Ræddu við börnin um ábyrgð á netinu og hættuna á kynlífskúgun.
*Ef börnin lenda í slíkum aðstæðum, vísaðu þeim á ráðleggingar frá 112.
*Hvetjið börnin til að takmarka skjátíma, sérstaklega á kvöldin og nóttunni.
Alltaf er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma 112 eða í netspjalli 112