Karl og kona á þrítugsaldri voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 3. desember að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á auðgunarbrotum.
Fólkið var handtekið í gær eftir að tilkynnt var um þjófnað í verslun í austurborginni. Um er að ræða erlenda ríkisborgara, sem eru jafnframt grunaðir um fleiri þjófnaði í Reykjavík undanfarna daga.
Umræða

