4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

  • Áfram óvissustig á Austulandi vegna skriðuhættu.
  • Áfram neyðarstig á Seyðisfirði og rýmingar í gildi vegna skriðuhættu.
  • Áfram hættustig á Eskifirði og rýmingar í gildi vegna skriðuhættu.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi funduðu með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðarstjórn, vettvangsstjórn og fulltrúum mikilvægra innviða og stofnana á Austurlandi nú fyrir hádegi.

Eskifjörður:
Hættustig almannavarna í gildi með rýmingu á ákveðnu svæði á Eskifirði. Unnið er að mælingum á Oddskarðsvegi og staðan endurmetin síðar í dag Fjöldahjálparstöð í Kirkju- og menningarhúsinu að Dalbraut 2 er opin í dag.

Seyðisfjörður:
Neyðarstig almannavarna í gildi með rýmingu. Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands ásamt samstarfsaðilum vinna að frekari mælingum og athugunum á skriðusvæðum á Seyðisfirði.  Þar verða skilgreind hættuvæði og svæði sem eru talin örugg.  Aðgerðarstjórn mun svo í framhaldi ákveða hvernig best sé að skipuleggja heimför íbúa á örugg svæði. Stefnt er að því að kynna það skipulag formlega milli klukkan 14 og 15 í dag.

Fjöldahjálparstöð er opin í Egilsstaðaskóla á Egilsstöðum er opin í dag.