Allt Ísland

Suðaustan stormur eða rok (Gult ástand)
10 nóv. kl. 11:00 – 11 nóv. kl. 11:00 – Gengur í suðaustan storm, jafnvel rok 18-28 m/s, fyrst suðvestantil á landinu. Einnig má búst við hvössum vindhviðum við fjöll 30-38 m/s. Fer að lægja suðvestantil á sunnudagskvöld, en norðaustantil á mánudagsmorgun. Talsverð rigning um landið sunnanvert.

Höfuðborgarsvæðið
Austan hvassviðri eða Stormur (Gult ástand) – 8 nóv. kl. 16:00 – 9 nóv. kl. 07:00
Suðaustan stormur, 15-25 m/s, hvassast á Kjalarnesi. Einnig má búast við mjög snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, 25-30 m/s. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Suðurland
Suðaustan stormur (Gult ástand) – 8 nóv. kl. 13:00 – 9 nóv. kl. 05:00
Suðaustan stormur, 18-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum og með ströndinni. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt getur verið að vera á ferðinni, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, þar sem hálka getur verið á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Faxaflói
Suðaustan hvassviðri eða stormur (Gult ástand) – 8 nóv. kl. 15:00 – 9 nóv. kl. 08:00
Búist er við suðaustan stormi, allt að 25 m/s, hvassast á Kjalarnesi, við Hafnarfjall og í uppsveitum Borgarfjarðar. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Varasamt getur verið að vera á ferðinni, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, þar sem hálka getur verið á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Miðhálendið
Suðaustan stormur eða rok (Gult ástand) – 8 nóv. kl. 14:00 – 9 nóv. kl. 10:00
Suðaustan stormur eða rok, 18-28 m/s, hvassast hlémegin fjalla, einkum suðvestantil og þar má búast við mjög hvössum vindhviðum, staðbundið yfir 35 m/s. Mun hægari vindur norðantil. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Hugleiðingar veðurfræðings
Gengur í suðaustan storm um landið suðvestanvert síðdegis, hvassast við fjöll. Eins og svo má búast við að verði hvassast undir Eyjafjöllum, Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Þar geta menn átt von á að meðalvindur gæti náð 25 m/s og hviður farið yfir 35 m/s. Svona vindur getur auðveldlega valdið vegfarendur vandræðum, einkum þeim sem taka mikinn vind á sig. Ekki mikil úrkoma með þessu og eins er hitinn nokkrum gráðum yfir frostmarki þannig að hálka á láglendi verður lítil sem engin. Lægir síðan um nóttina og á morgun, en á sunnudag gera spár ráð fyrir næstu lægð en nýjustu spár gera ráð stormi þá líka og jafnvel heldur hvassara en í dag. Hins vegar mun henni fylgja mun meiri úrkoma, aðallega rigning, en líkur eru á að bæði vindur og úrkoma fari yfir á nokkrum tímum yfir hádaginn.
Spá gerð: 08.11.2019 06:39. Gildir til: 09.11.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 13-20 m/s um landið sunnan- og vestanvert, en 18-25 m/s undir fjöllum og með suður- og vesturströndinni. Mun hægari vindur norðan- og austanlands. Dálítil rigning með köflum um landið sunnanvert, en skýjað og þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands, en annars vægt frost.
Lægir seint í nótt og í fyrramálið. Suðaustan 5-13 eftir hádegi á morgun. Rigning suðaustantil, þurrt á Norðurlandi, en annars úrkomulítið. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 08.11.2019 15:35. Gildir til: 10.11.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Gengur í suðaustan storm, fyrst um landið suðvestanvert. Talsverð rigning og sums staðar slydda, en lengst af þurrt nyrðra. Fer að lægja undir kvöld, fyrst suðvestantil. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag:
Suðaustan 8-13 m/s, talsverð rigning eða slydda suðaustantil, dálítil snjókoma norðaustantil, en hægari vindur og léttir til vestantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki, mildast við sjávarsíðuna.

Á þriðjudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar él. Frost 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust við suður- og vesturströndina.

Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él, en léttir til sunnanlands þegar líður á daginn. Kólnandi veður, frost 0 til 9 stig síðdegis, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum um landið N-vert, en bjart á köflum syðra. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 08.11.2019 07:59. Gildir til: 15.11.2019 12:00.