Flestir veiðimenn byrja veiðiskapinn á bryggjum landsins eða í vötnum, en svo er einn og einn jafvel fleiri sem finna sér tjörn og veiða sinn fyrsta fisk þar og geyma hann einhvern tíma áður en honum er sleppt aftur.
Það sem þarf er miklu fleiri unga veiðimenn fram á sviðið, endurnýjun er lítil sem enginn og það er vandamálið. Í sumar fóru fjölskyldur að veiða og var verulega jákvætt en það þarf miklu meira.
,,Það er lítið gert til að koma ungum veiðimönnum í veiði, mjög lítið, þeir verða að finna það sjálfir hjá sér. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur aðeins gert til að hjálpa til og veitt þeim veiðidag á einum og einum stað, en ekkert meira,, sagði veiðimaður sem hefur fylgst með þessu í mörg ár,
,,Við þurfum átak, það er lítið sem ekkert að ske, við þurfum miklu fleiri veiðimenn,, sagði veiðimaður sem fór með syni sína að veiða og þeir eru með delluna, fara mikið af veiða. Þeir fengu þetta beint í æð. það þurfa miklu fleiri.
Veiðikortið hefur hjálpað mörgum að komast ódýrt til veiða víða um land, það kostar lítið og vötnin er mjög mörg þar sem er fiskur og fiskar. Bara að ná að komast á staðinn kasta fyrir fisk og fá hann til að taka. Útiveran er frábær, tölurnar fá frí og veiðimenn geta kastað fyrir fisk. Það er toppurinn.
Mynd. Árni Rúnar Einarsson með fyrsta fiskinn sinn en hann er 4 ára. Mynd María Gunnarsdóttir