Búið er að slíta kjaraviðræðum Eflingar, VR og Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins lögðu ekkert tilboð fyrir á fundinum í Karphúsinu í dag.
Verkalýðsfélögin eru tilbúin í undirbúning á verkfallsaðgerðum og munu þau leggja tillöguna fyrir samninganefndir sína og stjórnir til samþykktar strax á morgun og samþykki félagsmenn þær, verða verkföll tilkynnt Ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins. Viku eftir að það er gert geta verkfallsaðgerðir hafist.
https://www.fti.is/2019/02/20/katrin-jakobsdottir-forsaetisradherra-segir-hatekjuskatt-ekki-a-dagskra/
https://www.fti.is/2019/02/20/katrin-jakobsdottir-forsaetisradherra-segir-hatekjuskatt-ekki-a-dagskra/
Umræða