Lögreglan hafði eftirlit með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur í gær. Nokkur fjöldi fólks var í miðbænum og virtust samkomustaðir vel sóttir. Farið var á 16 staði og kannað með sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Sem fyrr voru ráðstafanir góðar á flestum þessara staða og allt í samræmi við gildandi reglur. Á einum stað voru allt of margir gestir og ekki unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli ótengdra hópa. Málið er rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir.
Bifreið var stöðvuð miðsvæðis í Reykjavík og er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Höfð voru afskipti af tveimur einstaklingum sem eru grunaðir um vörslu fíkniefna. Tilkynnt um slagsmál í miðbænum. Óskað aðstoðar á hótel í hverfi 105 vegna einstaklinga sem neituðu að yfirgefa hótelið. Þetta voru helstu verkefni lögreglunar í Reykjavík.
Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði og ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.