Kennarar ganga út úr skólum um allt land eftir að sveitarfélögin höfnuðu samningum við kennara
Skólar þar sem kennarar eru að ganga út eru bæði grunn- og leikskólar víða um land og má reina með að allt skólastarf í landinu lamist.Fjöldi kennara á ólíkum skólastigum gekk út úr skólum þegar niðurstaðan varð ljós í hádeginu. Trúnaðarmenn í skólum virðast hafa sent tölvupóst til skólastjórnenda þar sem fram kemur að kennarar séu í áfalli og treysti sér ekki til kennslu.
Hér má sjá lista yfir þá skóla þar sem kennarar hafa nú þegar gengið út og sent börnin heim:
-
Heiðarskóli í Reykjanesbæ
-
Hörðuvallaskóli í Kópavogi
-
Kóraskóli í Kópavogi
-
Álfhólsskóli í Kópavogi
-
Sunnulækjarskóli á Selfossi
-
Vallaskóli í Árborg
-
Grunnskóli Vestmannaeyja
-
Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði
-
Stekkjaskóli á Selfossi
-
Áslandsskóli í Hafnarfirði
-
Hvaleyrarskóli í Hafnarfirði
-
Gerðaskóli í Garði
-
Grunnskólinn í Hveragerði
-
Álftamýrarskóli í Reykjavík
-
Varmárskóli í Mosfellsbæ
-
Grunnskólinn í Stykkishólmi
-
Réttarholtsskóli í Reykjavík
-
Leikskólinn Urðarhóll í Kópavogi
-
Leikskólinn Undraland í Hveragerði
Umræða