Síðan um hádegið í gær hafa staðið yfir netárásir á Fréttatímann sem fjársterkir aðilar standa að
,,þetta er sæmilega öflug árás sem hefur þurft að borga milljónir fyrir, til dæmis þá ráðast níu milljón IP tölur á vefinn á mínútu, eða 150.000 IP tölur á sekúndu. En kemur þetta ekki að sök. Þannig að viðkomandi sem borgar svona vel fyrir að reyna að þagga niður frjálsa fjölmiðlun er að henda peningunum. “ Segir vefstjóri.
Þá var gerð netárás á Ríkisútvarpið í gær sem hafði þær afleiðingar að tveggja mánaða gamlar fréttir birtust á vef þeirra. Fréttatíminn hefur oft orðið fyrir álíka árásum sem koma oft í kjölfar ákveðinna frétta og þá er hægt að sjá ákveðið munstur og við leggjum þá meiri áherslur á þær fréttir. Þessar árásir eru meinlausar fyrir notendur.
Umræða