Árið er 1238
Sögusetrið 1238 er gagnvirk og alltumlykjandi sýning sem færir þig mun nær sögulegum stóratburðum en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika er boðið upp á að taka þátt í átakamestu atburðum Íslandssögunnar og beinlínis stíga inn í sögu Sturlungaaldar.
,,Það er frábær upplifun að komast inn í þennan sýndarveruleika og bara alveg eins og maður sé staddur með fólki árið 1238 þegar búið er að tengja tæki við augu og hendur.
Að fá að taka þátt í bardaga með vopnum árið 1238 og ,,vera á staðnum“ er bara ótrúlegt. Þetta er eitthvað sem allir ættu að prufa“ Fréttatíminn.
Víkingabardagi í sýndarveruleika
Sýningin sviðsetur frægustu atburði Sturlungaaldarinnar (1220 – 1264); blóðugasta og afdrifaríkasta tímabilinu í sögu Íslands þar sem ættar- og höfðingjaveldi börðust í allsherjar borgarastyrjöld sem lauk með því að Íslendingar glötuðu sjálfstæðinu.
Boðið er upp á frábæra aðstöðu fyrir minni og stærri hópa. Sama hvort að það er veisla, starfsmannaferð eða stórfjölskyldan sem að vill fara saman í sýninguna. Boðið er einnig upp á sérhæfðar móttökur, fundaraðstöðu og klæðskerasniðna viðburði.
Hér er hægt að kynna sér málið betur og panta miða á þessa frábæru skemmtun. – Sögusetrið 1238, er við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki
Grána Bistro





















