-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

HM í e-rallý á Íslandi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

HM í e-rallý á Íslandi hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA

Í gær hófst FIA eRally Iceland 2020, alþjóðleg keppni, sem er hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA sem það hleypti af stokkunum undir heitinu: FIA Electric and New Energy Championship. Keppnin á Íslandi gefur stig til heimsmeistaratitils og Íslandsmeistaratitils og kallast íslenska keppnin eRally Iceland 2020. Fjögur erlend lið eru skráð til keppni og þrjú íslensk.
Heims­meist­ara­mótið í e-rallý á Íslandi stend­ur yfir í þrjá daga en ekn­ir verða 5 legg­ir með 21 sér­leið. Heild­ar­fjöldi kíló­metra verða 703,68 og heild­arakst­urs­tími verður 14 tím­ar og 32 mín­út­ur.
Tvö ís­lensku liðanna keppa á raf­bíl­um frá Brim­borg. Á Peu­geot e-208 eru það Jó­hann Eg­ills­son ökumaður og Pét­ur Wil­helm Jó­hanns­son aðstoðarökumaður. Á Peu­geot e-2008 keppa Hinrik Har­alds­son ökumaður og Marinó Helgi Har­alds­son aðstoðarökumaður.
„Mark­mið eRally er að kynna nýj­ustu tækni öku­tækja sem ætlað er að spara orku og gefa frá sér minnsta mögu­legt magn meng­un­ar og kolt­ví­sýr­ings. Því er einnig ætlað að hvetja alla öku­menn til að breyta akstri með áherslu á um­hverf­is­vernd og sjálf­bærni bílaum­ferðar með því að nota raf­magn sem drif­kraft öku­tækja.
Heims­meist­ara­mótið í e-rallý er að öllu leyti helgað raf­knún­um öku­tækj­um. Ekki má gera nein­ar breyt­ing­ar á bíl­un­um og verða kepp­end­ur að geta notað öku­tæki sín til dag­legr­ar notk­un­ar. Mark­mið keppn­inn­ar er að keyra akst­urs­leið á ákveðnum tíma og ákveðnum meðal­hraða.
Til viðbót­ar þarf ökumaður að huga að raf­magns­eyðslunni og halda henni í lág­marki. Refstig eru gef­in ef keyrt er of hratt eða of hægt, of stutt eða of langt og einnig eru gef­in refsistig ef eyðsla í keppn­inni er um­fram upp­gefna raf­orku­not­un bíls­ins skv. WLTP staðli.