-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Tveir látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Tveir eru látn­ir og einn særður eft­ir skotárás á Blönduósi í morg­un. Árás­in átti sér stað á milli klukk­an fimm og sex. Þetta staðfest­ir Birg­ir Jónas­son, lög­reglu­stjóri á Norður­landi vestra, í sam­tali við mbl.is. Meint­ur árás­armaður er ann­ar hinna látnu.

Ein­stak­ling­ar hafa verið hand­tekn­ir í tengsl­um við málið en Birg­ir get­ur ekki staðfest hve marg­ir. Fólkið sem teng­ist mál­inu eru allt Íslend­ing­ar bú­sett­ir á Blönduósi. Tengsl eru á milli fólks­ins að því er fram kemur í frétt MBL. Upp­lýs­ing­ar um líðan þess særða liggja ekki fyr­ir en hann var flutt­ur með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur.

Ekki er hægt að gefa frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu en til­kynn­ing er vænt­an­leg síðar í dag. Saka­mála­hluti máls­ins er í hönd­um lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra, lög­um sam­kvæmt segir í fréttinni.