Jæja kaflaskil þar sem græðgi tilitsleysi og eigingirni verður sýnileg landsmönnum.
Auðvitað á stórútgerðin að greiða fyrir þessu sem er með afnotaréttinn af auðlindum landsmanna.
En mikill vill meira og mikill verður nískari eftir því hvað hann eignast mikið.
- Er andlit stórútgerðar að opinberast fyrir alþjóð?
- Hvar endar þetta algera rugl með auðlindir landsmanna?
- Er svo þakklátur að eiga þetta óeigingjarna fólk að í neyð.
- En er ekki alltaf verið að segja að fiskveiðikerfi okkar sé það besta?
- Er það það, ef það getur ekki haldið uppi öryggi fyrir sína starfsmenn!
Tilefni þessarar greinar er grein sem ég las þar sem fram kemur að stórútgerðin sem borgar minna í veiðigjöld en sem nemur gjöldum af neftóbaki til ríkisins. Ríkisstyrkta stórútgerðin borgar hlægileg veiðigjöld sem eru bara til málamynda og duga ekki fyrir rekstri ríkisins við að þjóna stórútgerðinni.
Það er fáránlegt að stórútgerðin tími ekki einu sinni að styðja almennilega við björgunarsveit sem er í vanda við að fjármagna björgunarskip sem þjónar stórútgerðinni sem skilar hundruðum milljarða ofurgróða í boði ónýtra stjórnvalda. Hér er svo greinin:
Sorgardagur sjóbjörgunar á Íslandi?
Eins og alþjóð veit hefur Landsbjörg staðið í því að endurnýja björgunarskipaflotann hringinn í kringum landið. Þessi skip hafa verið rekin af Landsbjörg, að beiðni ríkisins, og mönnuð af sjálfboðaliðum björgunarsveitanna þegar neyð hefur orðið út á sjó.
Útköllin sem bátarnir hafa sinnt eru alveg frá því að hjálpa kajak ræðurum alveg út í það að draga heilu flutningaskipin sem orðið hafa vélarvana. Sum verkefnin eru stutt en önnur gríðalega löng. Má þó segja að mörg útköllin verða vegna vandræða fiskibáta. Því verður að teljast að þessi björgunarskip eru gríðalega mikilvæg þegar kemur að öryggi sjófarenda í kringum landið.
Telja skipin þrettán talsins og er nú fjórða skipið í þessari endurnýjun á leiðinni til landsins á næstu vikum. Þýðir þetta að eftir standa níu skip sem eftir er að endurnýja. Þessi gömlu skip eru flest um fjörtíu ára gömul og algjörlega úr sér gengin. Nú er hinsvegar komin upp sú staða að líklegt er að þessi níu skip verði ekki endurnýjuð. Hefur gengið brösulega að fjármagna þau og er komin sú staða að 30.september vantar 170 milljónir til að halda þessari vegferð áfram og halda samingnum við skipasmíðastöðina lifandi. Þetta er frekar há tala en hún er ekki yfirstíganleg. Ef við deilum henni í mannfjöldann á Íslandi þá gerir þetta 443 kr. á hvern einstakling sem býr á Íslandi.
Hefur verið leitast til að fá ríkið meira að þessu verkefni, þar sem við erum að reka þessi skip að beiðni ríksins eins og ég nefni hér fyrr í textanum. Svörin frá því voru að þau ætluðu ekki hjálpa okkur meira en það hefur gert nú þegar. Talað hefur verið við útgerðirnar á landinu til að sjá hvort þær gætu aðstoðað okkur við þetta verkefni, þar sem við erum nú helst hér til staðar fyrir þær ef litið er til útkalla, en fjármagnið sem þær hafa gefið duga skammt. Eins og staðan er því orðin þá mun þessi endurnýjun ekki verða að veruleika og munu þessi gömlu skip, sem eru löngu komin til ára sinna, halda áfram að sinna sjóbjörgun um landið eða allavega ætlað að gera það en því miður eru mörg þeirra alveg á seinustu metrunum.
Við erum kraftaverkaþjóð og því langar mig að trúa á kraftaverk. Mig langar virkilega trúa að við eigum möguleika á að safna þessum pening þótt einungis 10 dagar eru til stefnu. Framtíð sjóbjörgunar í kringum landið veltur á því að hægt sé að halda áfram endurnýjuninni.
Því langar mér að biðla til ríkisstjórnarinnar, útgerðanna og þjóðarinnar að láta þetta kraftaverk verða að veruleika.
Við yrðum gríðalega þakklát ef þið sjáið ykkur fært að gera þetta kraftaverk að veruleika og styrkja Landsbjörgu fyrir þessu verkefni.
Ef þið viljið nánari upplýsingar þá ekki hika við að hafa samband.
Björgunarsveitin Blakkur hefur stofnað reikning fyrir þá sem vilja hjálpa við þetta verkefni. Mun sveitin svo millifæra þetta inn á Landsbjörgu.
Kennitala 490481-0369
Reikningsnúmer 0133-15-007153
Það má endilega deila þessum pósti sem víðast.
Umræða