Rafmagn hefur verið dýrara í Noregi í haust en nokkru sinni áður. Verðið var einnig himinhátt í fyrra og árið þar áður og reyndar undanfarin ár þar áður. Nú er hinsvegar talað um allt að tíföldun á verði frá í fyrra og að verðið sveiflast svo mikið að venjulegt fólk sé í áfalli við að horfa á rafmagnsmælana og klæðir sig í auka föt til að skjálfa ekki úr kulda og vosbúð.

Fjallað er um málið á Rúv en þar segir að verðið hafi tífaldast á skömmum tíma og það sveiflast ótt og títt, ekki bara frá degi til dags heldur líka frá morgni til kvölds.
Fyrir fáum dögum var upplýst að heitt sturtubað að morgni gæti kostað allt að 200 íslenskar krónur á mann á heimilinu.
Engin Hitaveita Reykjavíkur á staðnum og allt vatn því hitað upp með rafmagni á gamla mátann. Fólki sé því ráðlagt að baða sig seint að kveldi því þá væri rafmagnið ódýrara og jafnvel að nóttu því þá væri verð í lágmarki.
Hér er hægt að lesa fréttina í heild sinni
Umræða