Breskir fjölmiðlar fullyrða að breskum flugskeytum hafi verið varpað frá Úkraínu á Rússland. Stjórnvöld vilja ekkert um málið segja.
Úkraínuher er sagður hafa skotið breskum flugskeytum yfir til Rússlands í fyrsta sinn. Hvorki breska né úkraínska stjórnin vilja tjá sig um fregnirnar. Ríkisútvarpið greindi frá málinu.
,,Flugskeytin eru af tegundinni Storm Shadow og drífa um 500 kílómetra. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, vildi ekkert segja um hvort þau hefðu verið notuð, heldur sagði Úkraínu nota öll möguleg ráð til að verja landið. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, vildi heldur ekki veita svör.
Breskir fjölmiðlar segjast hafa fengið staðfest úr nokkrum áttum að vopninu hafi verið beitt. Bretar hafi ákveðið að leyfa það vegna herkvaðningar rúmlega tíu þúsund norður-kóreskra hermanna til Rússlands. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn vöruðu Rússa við afleiðingum þess. Í gær skaut Úkraína bandarískum flugskeytum á rússnesk skotmörk í Rússlandi.
Rússar brugðust illa við árásinni og sögðu að henni yrði svarað með viðeigandi hætti. Bandaríkjastjórn tæmdi sendiskrifstofu sína í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, af ótta við stórfellda loftárás á borgina. Fleiri vestræn ríki fylgdu og báðu sendiráðsstarfsfólk vinsamlegast um að halda sig heima.“ Segir í fréttinni.