-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Ronaldo fyrir dóm á Spáni

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Portú­galska knatt­spyrn­u­stjarn­an Cristiano Ronaldo mætti í rétt­ar­sal í Madríd vegna meintra skatta­laga­brot hans á Spáni árin 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid.
Er talið að hann hafi svikist um að borga um 15 millj­ón­ir evra, en upp komst um málið árið 2017.
Lög­fræðing­ar Ronaldo héldu því lengi vel fram að um algeran mis­skiln­ing væri um að ræða.
Talið er að Ronaldo hafi gert samn­ing við sak­sókn­ara og játaði brot sín og að hann hljóti 23 mánaða skilorðsbundið fang­elsi og þurfi að greiða 18.8 milljóna evra.
Mikið af fjöl­miðlafólki var á svæðinu er Ronaldo mætti í var í dóms­húsið og hafa fjölmiðlar m.a. verið að rifja það upp að Li­o­nel Messi og Neym­ar hafi einnig verið kærðir fyr­ir skattalagabrot.
Ronaldo spil­ar með Ju­vent­us á Ítal­íu og var leikur hjá liðinu í gær og óskaði hann því eft­ir að fá að gefa skýrslu í gegn­um fjar­skipta­búnað en dóm­ari hafnaði því.