Portúgalska knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo mætti í réttarsal í Madríd vegna meintra skattalagabrot hans á Spáni árin 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid.
Er talið að hann hafi svikist um að borga um 15 milljónir evra, en upp komst um málið árið 2017.
Lögfræðingar Ronaldo héldu því lengi vel fram að um algeran misskilning væri um að ræða.
Talið er að Ronaldo hafi gert samning við saksóknara og játaði brot sín og að hann hljóti 23 mánaða skilorðsbundið fangelsi og þurfi að greiða 18.8 milljóna evra.
Mikið af fjölmiðlafólki var á svæðinu er Ronaldo mætti í var í dómshúsið og hafa fjölmiðlar m.a. verið að rifja það upp að Lionel Messi og Neymar hafi einnig verið kærðir fyrir skattalagabrot.
Ronaldo spilar með Juventus á Ítalíu og var leikur hjá liðinu í gær og óskaði hann því eftir að fá að gefa skýrslu í gegnum fjarskiptabúnað en dómari hafnaði því.