-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

82% af tekjum einkarekinna fjölmiðla til fimm rekstraraðila

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla

Tekjur íslenskra fjölmiðla árið 2019 drógust saman um 7% frá fyrra ári reiknað á föstu verðlagi. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu tæplega 25 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af notendum 14,3 milljarðar og af auglýsingum ásamt kostun um 10,7 milljarðar. Hlutdeild Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hækkaði á milli ára eða úr 24% í 26%. Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2019. Gera má ráð fyrir að allt að fjórum af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila.

Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 varð umtalsverður samdráttur í tekjum fjölmiðla (þ.e. dag- og vikublaða og annarra blaða og tímarita, hljóðvarps og sjónvarps og vefmiðla). Frá 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um tæp 30% reiknað á verðlagi ársins 2019. Eftir nokkra tekjuaukningu áranna 2015-2017 hafa tekjurnar fallið á ný eða um 13%. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 40% lægri en þegar þær voru hæstar (2007) reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa tekjur af notendagjöldum lækkað um 7% (sjá mynd 1).

Tekjusamdráttarins gætir á ólíkan hátt eftir miðlum. Hann hefur verið tilfinnanlega mestur í útgáfu blaða og tímarita sem rekja má til breyttrar fjölmiðlanotkunar, sífellt aukinnar netnotkunar almennings og greiðslu auglýsenda fyrir birtingu auglýsinga á erlendum vefmiðlum. Einnig hefur tilkoma nýrra og fjölbreyttari leiða við miðlun sjónvarps og myndefnis haft sín áhrif. Nærri lætur að tekjusamdráttur blaðaútgáfunnar hafi numið 60% frá því að þær voru hæstar árið 2006. Tekjur af útgáfu tímarita og annarra blaða lækkuðu um 12% á milli áranna 2018 og 2019. Tekjur hljóðvarps lækkuðu um 9% á milli ára, sjónvarps um 4% og vefmiðla um 7% (sjá töflu 1).

Tafla 1. Tekjur eftir tegund fjölmiðla á föstu verðlagi 1997-2019 (vísitala 100=2019)
Fjölmiðlar, alls Dagblöð og vikublöð Tímarit og önnur blöð Hljóðvarp Sjónvarp Vefmiðlar
1997 77 143 91 70 60 .
1998 85 159 101 74 66 2
1999 94 172 133 82 71 7
2000 99 172 147 82 79 12
2001 99 156 153 80 86 8
2002 96 149 156 76 84 8
2003 96 156 128 81 82 11
2004 101 176 129 80 82 18
2005 116 213 152 87 92 18
2006 129 243 151 90 103 20
2007 132 235 160 99 108 26
2008 122 202 138 97 106 31
2009 97 125 120 87 95 28
2010 92 117 95 83 93 32
2011 98 130 94 82 95 55
2012 96 124 93 80 95 52
2013 96 124 95 78 94 57
2014 96 121 94 83 93 72
2015 101 119 97 88 99 97
2016 114 137 97 103 109 117
2017 115 131 100 108 114 106
2018 108 114 114 110 104 108
2019 100 100 100 100 100 100
Tekjur í millj. kr. 2019 24.973 5.430 1.584 3.538 12.626 1.796

Breytt fjölmiðlaneysla almennings endurspeglast að nokkru í breyttri skiptingu á tekjum fjölmiðla eins og tafla 2 sýnir. Árið 2019 féll helmingur tekna fjölmiðla til sjónvarps og tæpur fjórðungur til dagblaða og vikublaða. Hlutdeild hljóðvarps í tekjum fjölmiðla nam 14% og sitt hvor 7% féllu til tímarita og annarra blaða og vefmiðla.

Tafla 2. Hlutfallsleg skipting fjölmiðlatekna eftir tegund fjölmiðla 1997-2019
Dagblöð og vikublöð Tímarit og önnur blöð Hljóðvarp Sjónvarp Vefmiðlar
1997 40 8 13 39 0
1998 41 8 12 39 0
1999 40 9 12 38 0
2000 38 9 12 40 1
2001 34 10 11 44 1
2002 34 10 11 44 1
2003 35 8 12 43 1
2004 38 8 11 41 1
2005 40 8 11 40 1
2006 41 7 10 41 1
2007 39 8 11 41 1
2008 36 7 11 44 2
2009 28 8 13 50 2
2010 27 7 13 51 2
2011 29 6 12 49 4
2012 28 6 12 50 4
2013 28 6 12 50 4
2014 27 6 12 49 5
2015 26 6 12 49 7
2016 26 5 13 48 7
2017 25 5 13 50 7
2018 23 7 14 49 7
2019 22 6 14 51 7

Af hverjum hundrað krónum sem runnu til fjölmiðla 2019 féllu 26 til Ríkisútvarpsins á móti 74 til einkarekinna miðla. Af 25 milljarða króna tekjum fjölmiðla runnu 6,5 milljarðar króna til Ríkisútvarpsins á móti 18,5 milljörðum króna til fjölmiðla í einkaeigu. Hlutur Ríkisútvarpsins í heildartekjum fjölmiðla jókst um 2% 2019 frá fyrra ári. Hlutur Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hefur staðið í stað frá 1997 (sjá mynd 2).

Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla hækkaði lítillega á milli áranna 2018 og 2019 eða úr 16% í 17%. Á sama tíma hækkaði hlutur Ríkisútvarpsins í samanlögðum auglýsingatekjum útvarps (hljóðvarps og sjónvarps) úr 40% í 44%. Hlutdeild Ríkisútvarpsins af auglýsingatekjum hljóðvarps hækkaði úr 32% í 38% og sjónvarps úr 46% í 49%. Frá 1997 hefur hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum farið lítillega lækkandi eða úr 20% í 17% (sjá mynd 3).

Af heildartekjum fjölmiðla árið 2019 runnu yfir 80% til fimm rekstraraðila að Ríkisútvarpinu meðtöldu, 90% af notendagjöldum féllu í þeirra hlut og hátt í 80% af auglýsingatekjum (sjá töflu 3).

Tafla 3: Hlutdeild fimm stærstu aðila í tekjum fjölmiðla 2019, %
Tekjur, alls Notendagjöld Auglýsingar
Allir fjölmiðlar*
Fimm tekjuhæstu 85 93 76
Aðrir 15 7 24
Einkareknir fjölmiðlar
Fimm tekjuhæstu 82 91 74
Aðrir 18 9 26
Skýring: Tölur vísa til hlutdeildar rekstraraðila.
* Að Ríkisútvarpinu meðtöldu.

Ef aðeins er miðað við einkarekna fjölmiðla þá runnu 82% af tekjum þeirra til fimm rekstraraðila, 91% notendagjalda og 74% auglýsingatekna.

Ástæða samdráttar í auglýsingatekjum fjölmiðla á undanförnum árum er án efa að stærstum hluta hægt að rekja til auglýsingabirtinga á erlendum vefsíðum og miðlum. Margvíslegum erfiðleikum er bundið að henda reiður á þetta þar sem erlendir auglýsingamiðlar skulda íslenskum yfirvöldum upplýsingar um greiðslur sem til þeirra renna frá íslenskum aðilum fyrir birtingu auglýsinga. Þegar horft er til greiðslna vegna kaupa á auglýsingum (að meðtöldum markaðsrannsóknum og skoðanakönnum) má gera ráð fyrir að 7,8 milljarðar króna hafi runnið til erlendra aðila árið 2019 samanborið við 11,5 milljarða króna til innlendra fjölmiðla (að kvikmyndahúsum meðtöldum). Það samsvarar því að 41% af þeirri heildarupphæð sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila (sjá töflu 4).

Hafa verður hugfast að talsverður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila er vegna auglýsinga sem beint er að erlendum neytendum, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, og getur því ekki reiknast alfarið sem tekjutap innlendra fjölmiðla. Engar upplýsingar eru tiltækar um slíka skiptingu.

Tafla 4. Greiðslur til innlendra og erlendra aðila fyrir birtingu auglýsinga 2009-2019
Greiðslur til erlendra aðila
Þar af:
Alls Auglýsingatekjur
innlendra fjölmiðla
Auglýsingar,
markaðsrannsóknir og
skoðanakannanir
Greiðslukorta-viðskipti Hlutdeild Facebook og
Google af greiðslukota-
viðskiptum
Millj. kr. á breytilegu verðlagi 2009 8.818 8.449 369 153 44
2010 9.237 8.833 404 223 77
2011 11.013 10.620 393 371 330
2012 11.437 10.952 485 443 371
2013 15.916 11.339 4.577 1.119 942
2014 16.630 11.336 5.294 1.404 1.270
2015 17.496 12.091 5.405 1.720 1.543
2016 20.530 14.623 5.907 2.250 2.031
2017 19.484 13.601 5.883 2.760 2.551
2018 20.158 13.237 6.921 3.488 3.268
2019 19.280 11.454 7.826 4.133 3.869
Á föstu verðlagi, vísitala, 2019=100 2009 57 92 6 5 1
2010 55 89 6 6 2
2011 64 103 6 10 9
2012 63 101 7 11 10
2013 84 101 60 28 25
2014 87 100 68 34 33
2015 92 107 70 42 40
2016 108 129 76 55 53
2017 105 123 78 69 68
2018 107 119 91 87 87
2019 100 100 100 100 100
Hlutfallsleg skipting, % 2009 100 96 4 42 29
2010 100 96 4 55 35
2011 100 96 4 94 89
2012 100 96 4 91 84
2013 100 71 29 24 84
2014 100 68 32 27 90
2015 100 69 31 32 90
2016 100 71 29 38 90
2017 100 70 30 47 92
2018 100 66 34 50 94
2019 100 59 41 53 94

Gera má ráð fyrir að umtalsverður hluti þeirra greiðslna sem varið er til kaupa á auglýsingarými í erlendum miðlum renni til Facebook og Google (ásamt YouTube). Upplýsingar um greiðslukortaviðskipti sýna að 90% runnu til þessara tveggja aðila. Sambærilegar upplýsingar um hlutdeild þessara aðila í samanlögðum þjónustuviðskiptum vegna auglýsinga, markaðsrannsókna og skoðanakannana eru ekki til.

Um gögnin
Upplýsingar um tekjur fjölmiðla eru fengnar frá rekstraraðilum fjölmiðla til Fjölmiðlanefndar frá 2011 (áður til Hagstofu Íslands) og úr ársreikningum. Í þeim tilfellum þegar upplýsingar frá rekstraaðilum skortir eru tekjurnar metnar út frá virðisaukaskatti og öðrum tiltækum upplýsingum. Fjölmiðlatekjur eru hér skilgreindar sem tekjur fjölmiðla af sölu til notenda (áskriftir, lausa- og þáttasala auk útvarpsgjalds sem lagt er á skattskylda einstaklinga og lögaðila sem ætlað er að standa straum af lögbundinni starfsemi Ríkisútvarpsins) og af birtingu og flutningi auglýsinga ásamt kostun. Upplýsingar um tekjur einstaka einkarekna fjölmiðla eru ekki gefnar upp.

Talnaefni
Tekjur af fjölmiðlun og skyldri starfsemi
Auglýsingatekjur fjölmiðla