BRJÁNSLÆKUR: BYGGÐAKVÓTI EKKI NÝTTUR Í 3 ÁR – BORGAR SIG EKKI SEGJA TRILLUSJÓMENN
Byggðakvótinn sem úthlutað hefur verið til Brjánslækjar hefur ekki verið nýttur síðustu 3 ár. Bjarni Kristjánsson, útgerðarmaður á Brjánslæk segir það vera vegna þess að það borgi sig ekki, í áhugaverðu viðtali við miðilinn Bæjarins besta sem flytur fréttir af Vestfjörðum. Byggðakvótanum fylgir það skilyrði að landa hjá fiskvinnslu í sveitarfélaginu og leggja tonn af kvóta á móti hverju tonni af byggðakvóta. Verðið sem fæst fyrir aflann er Verðlagsstofuverð og er mun lægra en fiskmarkaðsverð segir í fréttinni.
Byggðakvótinn fellur niður ár eftir ár og er engum til gagns
„Ástæða þess að bátar á Brjánslæk hafa ekki sótt um byggðakvótann er sú að það einfaldlega borgar sig ekki og allir okkar útreikningar sýna að það væri mun hagstæðara að leigja tvö tonn af þorski og selja aflann á fiskmarkaði en að taka við einu tonni í byggðakvóta og leigja annað á móti og selja síðan aflann í Odda á Patró, og þar við bætist kostnaður við að koma aflanum þangað, ég minni á að fiskur sem landar er á Brjánslæk og seldur á markaði er er alla jafna sendur þaðan beint til kaupanda. Útkoma þessa er allavega sú að byggðakvótinn þarna fellur niður ár eftir ár og er engum til gagns.“ segir Bjarni.
Þá mun það skilyrði vera sett af hálfu fiskkaupanda að ekki er tekið við fiski sem veiddur er innan fjarðar, og „fiskimið okkar sem róum frá Brjánslæk eru einmitt innanfjarðar.“
Bæjarins besta fékk eftirfarandi útreikninga frá útgerðarmanni á Brjánslæk:
Bátur A: leigir til sín kvóta og selur á markað
Leiga 2 tonn á kr.330.000 pr.tonn x 2 = kr.660.000 alls. Veiðir 2.380 kg. ósl. meðalvigt 3 kg. selt á
markaði á kr. 450 pr.kg. alls kr.1.071.000 mínus leiga kr.660.000 = kr. 411.000
Bátur B: fær byggðakvóta selur í föstum viðskiptum
Fær eitt tonn í byggðakvóta og leigir annað tonn á móti. Leiga 1 tonn kr.330.000 alls. Veiðir 2.380 kg.
ósl. meðalvigt 3 kg. selt í föstum viðskiptum á kr.280 pr.kg. alls kr. 666.400 mínus leiga kr.330.000
=kr. 336.400 mínus akstur með fisk að vinnslu 100 km x kr.190 = kr.19.000 = kr. 317.400
Frétttin í heild sinni hjá BB.is