Helstu fréttir lögreglu á tímabilinu frá klukkam 17:00 til 05:00 eru þessar:
Lögreglustöð 1
– Tilkynnt um aðila sem að gerði tilraun til þess að komast inn á heimili í hverfi 105. Sá reyndi að ná á íbúa sem að var inni á heimilinu. Íbúinn vildi ekkert með manninn hafa og kallaði til lögreglu. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar að lögreglu bar að. Hann hafði brotið rúðu í útidyrahurð.
-Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 104. Þar hafði bifreið verið ekið ógætilega þannig að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni sem varð til þess að hún valt eina veltu. Hvorki ökumaður né farþegar slösuðust en bifreiðin var mikið skemmd. Þá urðu skemmdir á ljósastaur. Ökumaður á von á að vera kærður fyrir aka of hratt miðað við aðstæður.
-Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki. Gerendur tóku hurð af hjörum og komust þannig inn í rýmið. Innbrotsþjófarnir áttu við sjóðsvél og komust yfir einhver verðmæti.
Lögreglustöð 3
– Tilkynnt um aðila sem að stal vörum úr raftækjaverslun. Hann var æstur og var lögregla kölluð til að ræða við hann.
Lögreglustöð 4
– Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 270. Lögregla fór á vettvang og ræddi við aðila máls.