Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, spyr hvort RÚV þurfi ekki að kanna mögulegan upplýsingaleka frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna og menntamálaráðherra.
Þarf ekki að rannsaka þátt Áslaugar Örnu?

„Hrútakofinn“ á Mogganum og ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt öðrum hafa velt sér upp úr „lekum“ úr forsætisráðuneytinu og reynt að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.
Af þingmönnum má nefna Hildi Sverrisdóttur og jafnvel nýkjörinn formann Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hins vegar vekur athygli ærandi þögn Áslaugar Örnu, yfirlýsingaglaðasta þingmanns flokksins, sem þó hefur ekki sparað sig um hvers kyns málefni eftir fallið í nýafstöðnu formannskjöri.
Eftir ásakanir úr Sjálfstæðisflokknum um að forsætisráðherra sé ábyrg fyrir lekum af erindi sem henni barst er það skýlaus krafa að Áslaug Arna geri hreint fyrir sínum dyrum. Hvað gerði hún við þær upplýsingar sem henni bárust um málið?
,,Tálmunarofbeldi barnamálaráðherra – Lítill drengur fékk ekki að kynnast blóðföður sínum“