Starfsaðferðir Samherja minna æ meira á skipulagða glæpastarfsemi en heiðarlegan fyrirtækjarekstur
Það er ekkert eðlilegt við að réttarvörslukerfið og ráðamenn þjóðarinnar horfi á með hendur í vösum, þegar stjórnendur Samherja sem hafa sumir hverjir réttarstöðu sakbornings, halda áfram að; ofsækja blaðamenn og uppljóstrara, hrinda af stað rógsherferð og ögra öllum þeim. sem setja spurningamerki við vafasama starfsemi Samherja í skattaskjólum.
Hvaða aumingjadómur er þetta í íslenskum ráðamönnum, en eru þeir sjálfir smeykir?
Orðfærið í skriflegum skeytasendingum skæruliða Samherja yfirtrompar flest af því sem ofurölvaðir þingmenn létu frá sér fara á Klausturbar hér um árið, en ég minnist þess ekki að þar hafi verið talað um að sparka í kynfæri, stinga eða slátra fólki.
Það bendir flest til þess að starfshættir skæruliðadeildar Samherja brjóti í bága við ákvæði hegningarlaga a.m.k. 232 gr. a. Það sem meira er, er að skæruliðarnir hafa starfað með vitund og samþykki beggja forstjóra félagsins og stjórnarformanns. Út í hvaða skurði er t.d. Björgólfur Jóhannsson lentur, en hann er fyrrum forstjóri Icelandair og formaður SA?
Er Björgólfur reiðubúinn til að halda áfarm þessum ljóta leik til þess að eignast eitthvað fleiri krónur?
Hvaða aumingjadómur er þetta í íslenskum ráðamönnum, en eru þeir sjálfir smeykir?
Ég hef vissu fyrir því að þessar ógnanir eiga sér nokkuð lengri sögu en aftur til þess tíma sem Már Guðmundsson var skotspónn Samherja.
Það má bóka það að störf skæruliðadeildarinnar á eftir að vekja athygli langt út fyrir landsteinana, þó ekki væri fyrir annað en að það ráðabrugg að ráðast að færeysku fréttamönnunum á Kringlvarpi Færeyja Barbara Holm og Jan Lamhauge.