,,Fasteignin sem faðir minn átti skuldlausa var 350 fermetra einbýlishús og á besta stað í Hafnarfirði. Ég reikna með að húsið sé yfir 250 milljóna króna virði í dag. En vegna þess að hann, fásjúkur maðurinn kvæntist 20 árum yngri konu sem yfirtók allar eignir, þá enda ég arflaus.“
,,Ég er í mjög slæmri stöðu vegna þess að faðir minn sem var heilabilaður og var greindur með alzheimer, ráðstafaði eignum sínum án þess að hafa til þess næga andlega getu. Árið 2013 var hann t.d. sendur í læknisrannsókn og niðurstaðan var sú að hann ætti við mikil andleg veikindi að stríða vegna heilabilunar- sjúkdóms. Hann var einnig undir eftirliti árin á undan eða frá árinu 2009. Þá þegar hafði hann kvænst eftirlifandi eiginkonu sem hann kynntist árið 2012, þ.e. þann 30. mars, um pásakana 2013.“
Inga Jóna fór þá fram á að eiginkonan fengi ekki fjárræði yfir föður sínum en vegna seinagangs, náði sú beiðni ekki fram að ganga í tíma.
,,Ég gerði athugsemd við að fyrrverandi eigninkona væri búin að taka yfir fjárræði föður míns og væri með lögræði yfir honum. En sýslumaðurinn í Keflavík sagðist ekkert sjá neitt athugavert við það og sendi mér þá skoðu sína bréfleiðis. Þremur mánuðum síðar, sendi sýslumaðurinn bréf um að gerðar hefðu verið stórkostlegar athugasemdir um það hvernig eiginkonan hefði ráðstafað eignum föður míns.
Þessi gögn eru öll til og ég er með stafla af skjölum um þennan harmleik sem við feðginin höfum þurft að ganga í gegnum og er enn ólokið af minni hálfu.“
Inga Jóna Traustadóttir hefur um árabil barist við réttarkerfið vegna arfs sem hún átti von á frá föður sínum. Lögreglan segir að málið hafi verið lagt til hliðar í rannsókn sinni vegna þess að rannsóknardeildin hafi óvænt þurft að sinna rannsókn á stóra Bitcoin málinu. ,,Það er bara alls ekki rétt, rannsóknarlögreglan lagði málið til hliðar í júlí 2017 en bitcoinmálið kom ekkert upp fyrr en í desember 2017.“
,,Lögreglan ber fulla ábyrgð á því að kæran mín um fjársvik, náði ekki fram að ganga vegna aðgerðarleysis þeirra með tilliti til fyrningar. Ég er að vinna að einkamáli núna sem ég mun reka fyrir dómstólum ásamt lögmanni. Hér að neðan er hægt að lesa um það hvernig ég hef barist við kerfið sem virðist vera alveg lamað þegar að þessu máli kemur. Svona mál taka langan tíma, en ég á eftir að eiga síðasta orðið!“
Inga Jóna Traustadóttir ætlar að halda málinu áfram en því fylgir mikill kostnaður og hefur þegar kostað milljónir og hefur hún hafið hafið fjársöfnun til þess að fjármagna rekstur málsins og hún er með reikningsnúmerið 2200-26-230967. kennitala: 230967-3859.