Hér eru helstu mál frá LRH frá 17-05 – Börn og fullorðnir koma við sögu í hnífa árásum
- Ökumaður bifhjóls féll á hjóli sínu í hverfi 221 eftir að hafa verið að keyra á afturdekkinu en ekki tókst betur til en svo að hann prjónaði yfir sig í bókstaflegri merkingu með fyrrgreindum afleiðingum.
- Þrír ungir aðilar réðust á ungmenni í hverfi 220 þar sem hann varð fyrir höggum og spörkum ásamt því að vera ógnað með hnífi. Málið unnið með barnavernd og foreldrum.
- Ölvaður ökumaður stöðvaður í hverfi 105 sem reyndist vera undir áhrifum áfengis, maðurinn einnig sviptur ökuréttindum og er um að ræða ítrekaðan akstur undir áhrifum og sviptur ökuréttindum.
- Ökumaður undir áhrifum fíkniefna stöðvaður i hverfi 113, maðurinn einnig án ökuréttinda.
- Tveir menn handteknir í hverfi 104 eftir að hafa hótað manni með hníf og haft af honum fjármuni, mennirnir vistaðir í fangaklefa.
- Ölvaður maður missti stjórn á rafmagnshlaupahjóli sínu í hverfi 111 með þeim afleiðingum að hann féll á hjólinu. Maðurinn slasaðist við fallið og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið.
- Leigubílsstjóri aðstoðaður í hverfi 107 með farþega sem var ofurölvi í bifreiðinni, maðurinn vakinn og fór síðasta spölinn heim til sín fótgangandi.
Umræða