Lögreglan var með mjög mikinn viðbúnað í Kópavogi í nótt en þar var tilkynnt um vopnaða líkamsárás. Meintur árásarmaður var handtekinn og tveir voru fluttir á slysadeild.
Eftirfarandi eru helstu mál næturinnar. Listinn er ekki tæmandi. 104 mál skráð frá 17:00 í gær. Þegar þetta er ritað eru sex vistaðir í fangageymslu lögreglu.
Stöð 1
00:43 Tilkynning berst um aðila sem hafði verið staðinn að þjófnaði og var í framhaldinu að ráðast að öryggisverði í versluninni. Lögregla send á staðinn.
01:06 Tilkynnt um innbrot á veitingastað í miðbænum. Þar hafði gluggi verið spenntur upp og einhverjum fjármunum stolið.
02:22 Tilkynnt um innbrot á veitingastað í miðbænum. Málið er í rannsókn.
00:43 Tilkynning berst um aðila sem hafði verið staðinn að þjófnaði og var í framhaldinu að ráðast að öryggisverði í versluninni ásamt því að hóta honum. Lögregla send á staðinn.
03:04 Fjórir aðilar grunaðir um líkamsárás í hópslagsmálum í miðbænum. Lögregla telur sig hafa upplýsingar um alla sem stóðu í áflogunum og verður skýrsla tekin af þeim síðar.
03:44 Aðili handtekinn þar sem hann situr í stolinni bifreið. Hann getur ekki gefið nein svör um hvers vegna hann er í þessari stolnu bifreið og því handtekinn í þágu rannsóknar málsins.
04:36 Tilkynnt um innbrot í heimahús þar sem aðili fór á brott með reiðhjól. Lögregla fann manninn skammt frá og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
04:40 Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.
Stöð 3
22:33 Lögreglu berst tilkynning um alvarlega líkamsárás og fylgir tilkynningunni að vopni hafi verið beitt. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna málsins og var gerandi handtekinn skammt frá vettvangi. Rannsókn málsins miðar vel.