8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Golf og gleði með Ladda á El Plantio!

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Golf og gleði með Ladda á El Plantio!

Fréttatíminn birtir reglulega fréttir af áhugaverðum kostum þegar að kemur að afþreyingu og ferðalögum. Þegar að síður ferðaskrifstofa eru skoðaðar, vekur golf- og gleðiferð með Ladda athygli. En ekki þarf að kynna Ladda, enda frægasti skemmtikraftur þjóðarinnar fyrr og síðar.
Úrval Útsýn auglýsir á vef sínum golfferðir í haust með Ladda og það er alveg öruggt að þeir sem að ná sér í miða verða ekki fyrir vonbrigðum. Glæsilegt í alla staði þegar að málið er skoðað og góð framlenging á sumarið sem að lét lítið sjá sig þetta árið á Íslandi.

Frábær 7 daga (16. til 23. september) og 11 daga (16. til 27. september) golfferð til El Plantio í umsjá Þórhalls Sigurðssonar, betur þekktur sem Laddi.  Þórhallur er elskaður og dáður af íslensku þjóðinni enda búinn að skemmta Íslendingum í áraraðir bæði á sviði og í sjónvarpi. Laddi er einnig góður kylfingur og hefur verið t.a.m. að keppa fyrir hönd 70 ára og eldri landslið karla á erlendri grundu síðustu ár.

EL PLANTIO

El Plantio er okkar vinsælasti golfstaður. Frá hótelinu er aðeins um 5 mínútna akstur á Alicante flugvöllinn og 10 mínútna akstur í miðbæ Alicante. Hér er allt innifalið í mat og drykk (innlendir drykkir) og boðið er upp á ótakmarkað golf alla daga – engin þörf á að taka upp veskið.
Á hótelinu eru tvær útisundlaugar, borðtennis, líkamsrækt og hlaðborðsveitingastaður.
Íbúðirnar á El Plantio eru tveggja og þriggja svefnherbergja fullbúnar lúxusíbúðir með tveimur baðherbergjum. Í hverri íbúð er fullbúið eldhús, uppþvottavél, þvottavél, þurrkari, öryggishólf, tvö plasma sjónvörp og þráðlaus nettenging.
Þessi ferð er tilvalin fyrir þá kylfinga sem vilja spila mikið golf og heyra skemmtilegar sögur og brandara frá þessari goðsögn í íslenska skemmtanabransanum.
Í boði verða sjö eða ellefu daga ferðir.