Tveir voru fyrr í vikunni í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á innflutningi fíkniefna.
Lagt var hald á rúmlega eitt kíló af kókaíni, sem kom hingað til lands með póstsendingu. Rannsókn málsins hefur miðað vel, en öðrum hinna handteknu var sleppt úr haldi lögreglu fyrr í dag.
Umræða