Hugleiðingar veðurfræðings
Hægur vindur á landinu í dag og víða þurrt, en sums staðar snjómugga suðaustanlands. Á morgun nálgast lægð úr suðri, henni fylgir ákveðin norðaustanátt með dálítilli snjókomu eða éljum á Austurlandi, en bjartviðri vestanlands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á þriðjudag er útlit fyrir norðanátt með éljum fyrir norðan og austan, en vaxandi sunnanátt seint á miðvikudag og rigningu eða slyddu vestantil á landinu um kvöldið.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg breytileg átt í dag. Skýjað með köflum og þurrt N-til á landinu, en sums staðar dálítil snjókoma sunnan heiða, einkum SA-lands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Gengur í norðaustan 8-15 á morgun. Lítilsháttar snjókoma eða él á Austurlandi, en bjartviðri V-lands.
Spá gerð: 22.11.2020 04:07. Gildir til: 23.11.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðlæg átt 5-13, skýjað og lítilsháttar snjókoma eða él N- og A-lands. Frost 0 til 5 stig.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt, bjart með köflum og frost 2 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa V-til seinni partinn, hvassviðri með slyddu og síðar rigningu þar um kvöldið.
Á fimmtudag:
Sunnanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig.
Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir sunnan- eða suðvestanátt með skúrum eða éljum sunnan- og vestantil á landinu. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 22.11.2020 07:34. Gildir til: 29.11.2020 12:00.