• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Þriðjudagur, 1. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Verkföll boðuð í grunnskólum í janúar

Verkföll boðuð í grunnskólum í janúar

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
22. nóvember 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0

Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar

Félagsfólk KÍ í Egilsstaðaskóla, Engjaskóla, Grundaskóla og Lindaskóla hefur samþykkt, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, boðun verkfalls í janúar 2025.

Niðurstaða í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Egilsstaðaskóla á Egilsstöðum, Engjaskóla í Reykjavík, Grundaskóla á Akranesi og Lindaskóla í Kópavogi liggur fyrir. Kennarar og stjórnendur þessara skóla hafa samþykkt að boða verkfall 6. janúar 2025. Verkfallið er tímabundið og því lýkur 31. janúar 2025, hafi kjarasamningar ekki náðst.

Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ), sem starfa í fyrrnefndum skólum, greiddu atkvæði um verkfallsboðunina. Atkvæðagreiðsla stóð dagana 19. nóvember – 21. nóvember 2024.

Kjörsókn var á bilinu 96 til 100 prósent. Já sögðu 98 til 100 prósent þeirra sem greiddu atkvæði.

Aðgerðir í sautján skólum

Félagsmenn Kennarasambandsins í sautján skólum hafa nú samþykkt verkföll, sum eru hafin en önnur eru boðuð í næstu viku og í byrjun janúar.

Leikskólinn
  • Verkföll hófust í fjórum leikskólum 29. október síðastliðinn. Þetta eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki.
    Verkföll þessi eru ótímabundin.
Grunnskólinn
  • Verkföll hófust í þremur grunnskólum 29. október síðastliðinn. Þetta eru Áslandsskóli í Hafnarfirði, Laugalækjarskóli í Reykjavík og Lundarskóli á Akureyri.
    Verkföllin eru tímabundin og lýkur á morgun, föstudaginn 22. nóvember.
  • Næstu verkföll í grunnskólum hefjast á mánudag, 25. nóvember. Þá fer félagsfólk KÍ í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík, og Heiðarskóla í Reykjanesbæ í verkfall.
    Verkföllin eru tímabundin, standa til 20. desember, hafi samningar ekki náðst.
  • Þá hafa nú verið boðuð verkföll í fjórum grunnskólum frá og með 6. janúar 2025. Hér eru undir Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum, Grundaskóli á Akranesi, Engjaskóli í Reykjavík og Lindaskóli í Kópavogi.
    Verkföllin eru tímabundin og munu standa til 31. janúar 2025, hafi samningar ekki náðst. 
Framhaldsskólinn
  • Félagsfólk KÍ í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur verið í verkfalli síðan 29. október síðastliðinn.
  • Félagsfólk KÍ í Menntaskólanum í Reykjavík hefur verið í verkfalli síðan 18. nóvember síðastliðinn.
    Verkföllin eru tímabundin og standa til 20. desember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.
Tónlistarskólinn
  • Félagsfólk KÍ í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur verið í verkfalli síðan 29. október síðastliðinn.
    Verkfallið er tímabundið og stendur til 20. desember, hafi samningar ekki náðst.

Hér er hægt að kynna sér stöðuna í kjaramálum og fyrirhugaðar aðgerðir betur.

Skora á samninganefndir að standa við gefin loforð

Um þrjú hundruð kennarar sóttu baráttufund í Hofi á Akureyri í gær. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem segir meðal annars aðgerðaleysi samninganefnda hins opinbera sé í meira í lagi undarlegt.

„Ómálefnalegur launamunur milli opinbera og almenna markaðarins hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og leitt til skorts á menntuðum kennurum á öllum skólastigum. Við þeirri stöðu þarf að bregðast með því að jafna laun milli markaða og fjárfesta þannig í kennurum til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun samþykkt einróma á fjölmennum baráttufund í Hofi á Akureyri í gær. Fundurinn skorar jafnframt á samninganefndir sveitarfélaga og ríkis að standa við gefin loforð og tryggja að launa félagsmanna Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði.

Fundurinn var sem fyrr segir vel sóttur og stemning rafmögnuð og baráttugleði. Ávörp fluttu Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ, Jón Ágúst Eyjólfsson, kennari í Síðuseli, Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir, kennari í Brekkuskóla, og Einar Brynjólfsson, kennari í VMA. Fundarstjóri var Bryndís Inda Stefánsdóttir.

Ályktun fundarins í heild

Ályktun frá baráttufundi kennara á Norðurlandi í Hofi 21. nóvember 2024
Félagsmenn KÍ á Norðurlandi leggja áherslu á að staðið sé við gerða samninga. Haustið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli almenna og opinbera markaðarins. Strax ári síðar höfðu lífeyrisréttindi launþega á almennum og opinberum vinnumarkaði verið jöfnuð með tilheyrandi skerðingum á lífeyri opinberra starfsmanna, þar með talið kennara. Í framhaldinu átti að fara af stað vinna um jöfnun launa milli markaða og átti hún að taka 6-10 ár. Ekkert bólar þó enn á þeirri vinnu, nú 8 árum síðar. Þrátt fyrir gefin loforð virðist hið opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög, engan áhuga hafa á að semja um launaleiðréttingu enda þótt laun kennara hafi dregist aftur úr öðrum sérfræðingum. Aðgerðarleysi samninganefnda hins opinbera verður að teljast í meira lagi undarlegt þegar rúmar þrjár vikur eru liðnar af verkfallsaðgerðum kennara.
Ómálefnalegur launamunur milli opinbera og almenna markaðarins hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og leitt til skorts á menntuðum kennurum á öllum skólastigum. Við þeirri stöðu þarf að bregðast með því að jafna laun milli markaða og fjárfesta þannig í kennurum til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Baráttufundur félagsmanna Kennarasambands Íslands í Hofi, þann 21. nóvember 2024, skorar á samninganefndir hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, að standa við gefin loforð og tryggja að laun félagsfólks KÍ standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði.
Fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í framtíðinni.
Svipmyndir frá fundinum

Samstöðufundur Hof 3107 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3109 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3130 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3134 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3139 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3155 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3157 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3170 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3190 (21Nov2024)Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir, kennari í Brekkuskóla, flutti ávarp.
Samstöðufundur Hof 3191 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3192 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3194 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3196 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3213 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3255 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3261 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3266 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3267 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3268 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5472 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5616 (21Nov2024)Einar Brynjólfsson, kennari við VMA, flutti ávarp.
Samstöðufundur Hof 5549 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5550 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5553 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5556 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5566 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5571 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5574 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5691 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5698 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5680 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5683 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3107 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3109 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3130 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3134 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3139 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3155 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3157 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3170 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3190 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3191 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3192 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3194 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3196 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3213 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3255 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3261 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3266 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3267 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 3268 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5472 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5616 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5549 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5550 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5553 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5556 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5566 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5571 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5574 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5691 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5698 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5680 (21Nov2024)
Samstöðufundur Hof 5683 (21Nov2024)
Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Salmonella staðfest

    Salmonella staðfest

    34 deilingar
    Share 14 Tweet 9
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    25 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Ungar konur réðust á gamla konu og stungu hana og lömdu

    86 deilingar
    Share 34 Tweet 22
  • Strandveiðisjómaður lést

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
  • Risagjaldþrot Heima ehf. – Heimahúsið í sama húsnæði

    40 deilingar
    Share 16 Tweet 10
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?