Það helsta í dagbók lögreglu er að átta eru vistaðir í fangaklefum þegar þetta er ritað og 69 mál skráð á tímabilinu. Nokkur heimilisofbeldismál og ökumenn að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, sumir sviptir eða án ökuréttinda, á öllum varðsvæðum sem verða ekki tíunduð hér frekar.
Lögreglustöð 1
Ökumaður sinnti ekki stöðvun lögreglu í Reykjavík og úr hófst stutt eftirför. Ökumaðurinn ók á ljósastaur og slasaðist ökumaðurinn við það. Hann var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Tilkynnt um tvo menn að fara inn á lokað svæði við verslunarkjarna í Reykjavík. Þeir fundust að lokum uppi á efstum hæðum þar sem um var að ræða 17 og 18 ára drengi. Þeir sögðust hafa verið að bjarga ketti sem rataði á svæðið og voru þeir með kött í höndunum. Hinum yngri var ekið heim til foreldra en sá eldri gekk í burtu sjálfur enda kominn í fullorðinna manna tölu. Kötturinn var einnig frjáls ferða sinna.
Aðili handtekinn þar sem hann greiddi ekki far fyrir leigubifreið. Hann mjög ölvaður, streittist á móti lögreglumönnum og endaði í fangaklefa þar sem hann reyndi að bíta lögreglumenn.
Lögreglustöð 2
Múrsteini kastað inn um rúðu á útidyrahurð á íbúðahúsi í Garðabæ. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 4
Tilkynnt um eld í ökutæki sem reyndist vera mikill reykur sem kom út úr vélarrýminu. Hann minnkaði síðan og ekki var þörf á frekari aðgerðum.

