Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi.
Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, margvísleg og óumdeild. Sjókvíaeldisiðnaðurinn af þeirri stærðargráðu eins og hann hefur byggst upp á Íslandi í dag er í öllum grundvallaratriðum ósjálfbær og getur valdið miklum skaða á vistkerfum og setur auk þess framtíð villta laxastofnsins í hættu sem hefur sýnt sig nú þegar. Að auki eru íbúar mótfallnir sjókvíaeldi í Seyðisfirði.
Landvernd hvetur almenning til þess að skrifa nafn sitt á undirskriftarlista gegn áformunum, HÉR : UNDIRSKRIFTARLISTI
Sú staðreynd að um 75% íbúa Seyðisfjarðar, samkvæmt skoðanakönnun Gallup frá 2023, eru á móti sjókvíaeldi í firðinum sínum ætti að vera nóg ástæða fyrir Kaldvík til að draga áform sín til baka í stað þess að reyna að þvinga þeim upp á heimamenn. Auk þess eru 61% landsmanna neikvæð gagnvart laxeldi í Seyðisfirði, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup (nóvember 2024.)
Á meðfylgjandi kortum má sjá hvernig eldissvæðin eru meðal annars innan ofanflóða úr ofanflóðamati, innan ljósgeira frá Brimnesvita, alveg ofan í helgunarsvæði Farice strengsins og innan við 5km frá ósum Fjarðarár.
Umræða