• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Húsnæði, ekki bara fyrir suma

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
23. apríl 2018
in Óflokkað
A A
0

Húsnæði, ekki bara fyrir suma

Við þurfum öll þak yfir okkur. Það er ekki verra þó með fylgi klósett, rafmagn, jafnvel nettenging. Um leið og okkur er ekki kalt á veturna og það er rennandi vatn þá er flestum okkar þörfum fullnægt. En af einhverjum völdum virðast þessi sjálfsögðu réttindi verða að fátæktargildru. Hvernig stendur á því að æ fleiri hafa ekki efni á öruggu húsaskjóli?

Við þurfum mannvænni leigumarkað. Með stórum fjölskylduíbúðum, litlum smáhýsum fyrir einstæðinga og alla fjölbreytnina þar á milli. Ef húsnæðismarkaðurinn væri stigi, þá væri það stigi þar sem neðstu tröppuna vantaði. Af því sumt fólk nær ekki fyrsta stökkinu inn í öruggt húsaskjól.
Ímyndum okkur í smástund að Ísland væri þannig að það borgaði sig fyrir verktaka að byggja litlar íbúðir og smáhýsi. Af því stjórnvöld sæju til þess að markaðurinn virkaði þannig. Ímyndum okkur í smástund að þegar talað væri fyrir lausnum að sérfræðingar á vegum Samtaka atvinnulífsins myndu ekki stökkva í veg fyrir boltann og passa upp á að hann næði ekki í mark.
Fólk á íslenskum leigumarkaði er svolítið eins og áhugamannafótboltalið að keppa við besta markmann í heimi. Markmaðurinn ver allar tilraunir til að koma sér í skjól og jafnvel þegar einhver skorar, mætir dómarinn, stjórnmálaelítan og hæstiréttur, og dæmir markið ógilt.

Ef Norðurlöndin geta þetta þá hljótum við að geta þetta líka. Þar kaupa einstaklingar sér litlar íbúðir eða leigja þegar þeir byrja á vinnumarkaðnum og eru því ekki fastir í klóm fátæktar eins og megin þorri Íslendinga sem að borga allt frá 50-75% af heildar tekjum sínum í leigu. Lausnin er að bjóða þeim sem að vilja byggja smátt afslætti af gatnagerðargjöldum og lóðaverði.
Einnig væri nauðsynlegt að ryðja veginn fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Eyglóarlögin áttu að skapa aðstæður fyrir sterk leigufélög og stuðla að lægri leigu, en þessi lög hafa haft þveröfug áhrif því hér eru komin risastór leigufélög sem stjórna leiguverði og keyra það upp. Það er komin tími á breytingar og allir verða að axla ábyrgð, það er neyðarástand á húsnæðismarkaði í dag og við leysum það ekki með því að byggja lúxusíbúðir.
Þórólfur Júlían Dagsson, Oddviti Pírata í Reykjanesbæ

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    18 deilingar
    Share 7 Tweet 5
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    53 deilingar
    Share 21 Tweet 13
  • Vindorkan hefur eyðilagt landið

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • ,,Ætla nú að reyna að stela 180 milljóna fasteign – Féflettu þrjá tengdasyni“

    1401 deilingar
    Share 560 Tweet 350
  • Leigja frá sér á 500.000 kr. en greiða sjálfir 26.000 kr.

    165 deilingar
    Share 66 Tweet 41
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?