-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

,,Jóhannes Stefánsson á miklar þakkir inni hjá íslensku þjóðinni“

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Höfum bara séð toppinn á ísjakanum

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Jóhannes Stefánsson á miklar þakkir inni hjá íslensku þjóðinni fyrir að upplýsa um þá meintu glæpi sem nú eru til rannsóknar í níu löndum og fyrir að hafa þolað þær ofsóknir sem hann hefur orðið fyrir. Sjálfur hefur hann sagt að það hafi verið eitrað fyrir sér og nú í vikunni hafa bæði Stundin og Kjarninn afhjúpað tölvusamskipti starfsmanna Samherja. þar koma fram viðbjóðsleg samskipti þar sem lagt er á ráðin með að ráðast gegn Jóhannesi Stefánssyni og Helga Seljan og fleiri blaðamönnum. Þá hefur einnig verið upplýst að Samherji reyndi að hafa áhrif á kjör formanns í blaðamannafélagi Íslands í þessari viku. 

Skipulögð glæpastarfsemi

,,Starfsaðferðir Samherja minna æ meira á skipulagða glæpastarfsemi en heiðarlegan fyrirtækjarekstur“ segir í grein Sigurjóns Þórðarsonar.

Lögreglan í Namibíu vill fá Samherjamenn framselda til NamibíuVið höfum bara séð toppinn á ísjakanum, því ég hef það eftir mjög áreiðanegum upplýsingum að rannsóknarlögreglan í Namibíu, hefur hvílíkt magn af gögnum um Samherjamálið að það hálfa væri nóg. Við höfum ekki séð neitt ennþá og það á miklu meira eftir að koma í ljós en nú hefur verið upplýst opinberlega.

Sigurjón Þórðarson fyrrverandi alþingismaður skrifar: ,,Það er ekkert eðlilegt við að réttarvörslukerfið og ráðamenn þjóðarinnar horfi á með hendur í vösum, þegar stjórnendur Samherja sem hafa sumir hverjir réttarstöðu sakbornings, halda áfram að; ofsækja blaðamenn og uppljóstrara, hrinda af stað rógsherferð og ögra öllum þeim. sem setja spurningamerki við vafasama starfsemi Samherja í skattaskjólum. Hvaða aumingjadómur er þetta í íslenskum ráðamönnum, en eru þeir sjálfir smeykir?

Starfshættir skæruliðadeildar Samherja, brjóta í bága við ákvæði hegningarlaga

Þessi framganga Samherja gegn blaðamönnum á Íslandi og Jóhannesi Stefánssyni kallar á tafarlausa lögreglurannsókn og eins og bent hefur verið á, þá bendir flest til þess að starfshættir skæruliðadeildar Samherja brjóti í bága við ákvæði hegningarlaga a.m.k. 232 gr.a.

Það sem meira er, er að skæruliðarnir hafa starfað með vitund og samþykki beggja forstjóra félagsins og stjórnarformanns. Út í hvaða skurði er t.d. Björgólfur Jóhannsson lentur, en hann er fyrrum forstjóri Icelandair og formaður SA. segir Guðmundur Franklín Jónsson hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum.

Hann bendir jafnframt á að flokkurinn berjist hatrammlega gegn spillingunni á Íslandi sem sé um allt þjóðfélagið og hvetur fólk til að taka þátt í skoðanakönnunni sem er staðsett fyrir neðan auglýsingu VÍS sem er neðarlega  á Vísir.is