Hvað getur maður sagt þegar formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar telur sig hæfari til að meta aðstæður fyrir alkóhólista og fíkla á batavegi en þau líknarfélög sem helgað hafa sig því starfi áratugum saman?
Þegar téður formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar þekkir ekki einu sinni muninn á úrræðum fyrir þann sem berst við alkóhólismann annars vegar og aðstandendur hins vegar?
,,Við sjáum það sem kost að það sé stutt á Alanon fundi þar sem margir skjólstæðinga okkar eru einmitt að nýta sér þá þjónustu….“
Undirritaður hefur barist gegn þessari staðsetningu frá upphafi, enda afar kunnugur málefnum alkóhólista og fíkla eins og þeir sem til þekkja vita.
Þrátt fyrir ítrekaða kröfu undirritaðs um að þau líknarfélög sem sendu inn athugasemdir yrðu boðuð til fundar vegna málsins, var því hafnað og málið afgreitt í gegn í annarri tilraun á fundi SOS með 4 atkvæðum meirihlutans.
Þegar fáviskan er við völd, þá erum við í vondum málum.
Baldur Borgþórsson
Varaborgarfulltrúi Miðflokksins
Umræða