Ólafur Jónsson togaraskipstjóri útskýrir málið á mannamáli og segir að lífeyris- og launþegar tapi ævintýralegum fjárhæðum. Vegna þess að krónan sé ranglega skráð veikari en hún sé í raun og veru. Evran ætti t.d. að kosta 90 krónur í dag en ekki 150 krónur.
,,Hvað gerist þegar gengi krónunnar er falsað, með því að hafa það svo lágt að stórútgerðin fái hærra verð fyrir fiskinn? Við töpum sem þjóð, allt verður dýrara sem við þurfum að kaupa og flytja inn. Bara vegna þess að stórúgerðin heimtar að þetta sé svona. Látum ekki fara svona með okkur og deilið af vild!” Segir Ólafur Jónsson togaraskipstjóri.
Umræða